logo

Íslenskan er hafsjór

#daguríslenskrartungu

Til hamingju með dag íslenskrar tungu!

Íslensk tunga er ólgandi hafsjór af orðum og orðasamböndum, málsháttum og líkingamáli af ólíkum uppruna. Í hversdagslegum samtölum grípum við til fjölbreytilegs orðalags til að glæða frásögn lífi eða komast að kjarna málsins, án þess að velta því mikið fyrir okkur hvaðan orðin komi. Og þá dettum við stundum í sjóarann.

Á degi íslenskrar tungu fögnum við því að eiga tungumál sem spriklar af lífi og vekjum um leið athygli á því hversu mörg orðasambönd í nútímamáli eiga uppruna sinn í gamla sjómannasamfélaginu. Hér á eftir fara nokkur slík – en þetta er auðvitað bara dropi í hafið.

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Að sigla lygnan sjó

=

Ganga vel, komast í gegnum eitthvað áhyggjulaus og án fyrirhafnar

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Að standa einhverjum/ einhverri á sporði

=

Að ráða við eða vera jafnoki einhvers

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Sitja fast við sinn keip

=

Að halda fast við sína skoðun eða afstöðu

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Að vera tvöfaldur/föld í roðinu

=

Að blekkja, gefa falska mynd af sjálfum/ri sér

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Fær í flestan sjó

=

Tilbúin(n) í hvað sem er

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Hljóta meðbyr

=

Að fá stuðning eða hvatningu

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Láta sigla sinn sjó

=

Að sleppa takinu, hætta að skipta sér af einhverju(m)

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Ekki upp á marga fiska

=

Ómerkilegt, lélegt eða lítils virði

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Að leggja árar í bát

=

Að gefast upp

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Að sigla í strand

=

Lenda í ógöngum, mistakast

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Að þekkja hvorki haus né sporð á einhverju

=

Að vita bókstaflega ekkert um eitthvað

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Hafa marga fjöruna sopið

=

Að hafa gengið í gegnum mikla lífsreynslu

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Iðinn við kolann

=

Að vera dugleg(ur), þrautseig(ur), óþreytandi við eitthvert verk

Segðu það á (sjó)mannamáli!

Flýgur fiskisagan

=

Orðrómur er fljótur að fréttast