Íslenskan er hafsjór
#daguríslenskrartungu
Til hamingju með dag íslenskrar tungu!
Íslensk tunga er ólgandi hafsjór af orðum og orðasamböndum, málsháttum og líkingamáli af ólíkum uppruna. Í hversdagslegum samtölum grípum við til fjölbreytilegs orðalags til að glæða frásögn lífi eða komast að kjarna málsins, án þess að velta því mikið fyrir okkur hvaðan orðin komi. Og þá dettum við stundum í sjóarann.
Á degi íslenskrar tungu fögnum við því að eiga tungumál sem spriklar af lífi og vekjum um leið athygli á því hversu mörg orðasambönd í nútímamáli eiga uppruna sinn í gamla sjómannasamfélaginu. Hér á eftir fara nokkur slík – en þetta er auðvitað bara dropi í hafið.